mynd með frétt

Innritunarreglur Tónlistarskóla FÍH

Mon Feb 06 2023

Innritunarreglur Tónlistarskóla F.Í.H. 1. gr. Umsóknartímabil er frá 15. mars til 5. maí ár hvert. 2. gr. Skólinn boðar alla umsækjendur í inntökupróf í maí. Þar er gerð könnun á stöðu þeirra til að tryggja viðeigandi kennara og námsleið. Niðurstöður prófanna eru tilkynntar umsækjendum í lok maí. 3. gr. Umsækjendur sem ekki komast að fara á biðlista og hafa möguleika á að vera teknir inn þegar pláss opnast. 4. gr. Greiða þarf staðfestingargjald fyrir 1. ágúst. Hafi nemandi ekki greitt á tilskyldum tíma á hann ekki vísa skólavist það skólaár. 5. gr. Eftirstöðvar skólagjalda koma til greiðslu í september. Þá er boðið uppá möguleika á skiptingu eftirstöðva og nýtingu Frístundarstyrkja. 6. gr. Skólagjald er óendurkræft. Undantekningu má gera í sérstökum tilfellum ef um veikindi eða aðra ófyrirséða atburði er að ræða. 7. gr. Við innritun er miðað við að nemendur séu 18 ára eða yngri í grunnnám á hljóðfæri og 26 ára eða yngri í grunnnám í söng. Þó eru undantekningar ef nemandi hefur lokið grunnnámi áður við skólann eða í öðrum tónlistarskóla. Aldursviðmið eiga ekki við um þá umsækjendur sem hafa lokið miðprófi á hljóðfæri eða grunnprófi í söng. 8. gr. Reglur þessar taka þegar gildi (1. Febrúar 2023).