mynd með frétt

Skólaárið 2020-2021

Tue Oct 06 2020

Nú er skólaárið 2020-2021 komið í gang og við erum öll að reyna okkar besta til að halda skólastarfinu óskertu og veirufríu. Það er ljóst að það verða hæðir og lægðir þennan vetur en með samstilltu átaki getum við tryggt að hlutirnir gangi sem eðlilegast. Skólinn mun reyna að halda staðarkennslu gangandi eftir fremsta megni en hugsanlega færum við hóptíma og bóklega námið í fjarkennslu þegar þörf krefur. Það er okkur mikið í mun að tryggja öllum okkar nemendum sem allra bestu kennslu og möguleika til að þróast og þroskast sem tónlistarfólk. Við reynum því að nálgast veturinn eins og tónleika, eitt lag í einu! Róbert skólastjóri.