Tue Aug 22 2023
Næstkomandi föstudag 25.ágúst kl 17:00 verður nýnemakynning og skólasetning Tónlistarskóla FÍH. Afar mikilvægt að allir gefi sér tíma til að mæta á þennan viðburð. Farið verður í stuttu máli yfir skólaárið, ný fög sem verða kennd í vetur og almenn atriði sem mikilvægt er að vita varðandi skólaárið. Boðið verður uppá tónlistaratriði með nemendum skólans. Sjáumst hress á föstudag!