Algengar spurningar

Tónlistarnámið byggist á einkatímum, samspilum og bóklegum greinum. Auk þess er boðið uppá námskeið og hliðargreinar sem geta dýpkað skilning nemenda á tónlistarnáminu. Þegar viðeigandi getustigi á hljóðfæri/söng og bóklegum greinum er náð, fara nemendur í gegnum stigs- og áfangapróf.

Já, það er hægt að nýta frístundarstyrkinn hjá FÍH.

TFÍH hefur undanfarin ár boðið uppá nám á öll helstu hljóðfærin og jafnframt reynt að verða við óskum nemenda ef eftirspurn er eftir kennslu á minna hefðbundin hljóðfæri. Það er kenndur rytmískur og klassískur söngur, rytmískur og klassískur raf- og kassagítar, raf- og kontrabassa (rytmískt og klassískt), trommusett/slagverk, rytmískt og klassískt píanónám, saxófónar og trompet. En eins og fyrr segir, ræðst þetta að einhverju leiti eftir eftirspurn hvaða kennsla er í boði ár frá ári.