Algengar spurningar

Tónlistarnámið byggist á einkatímum, samspilum og bóklegum greinum. Auk þess er boðið uppá námskeið og hliðargreinar sem geta dýpkað skilning nemenda á tónlistarnáminu. Þegar viðeigandi getustigi á hljóðfæri/söng og bóklegum greinum er náð, fara nemendur í gegnum stigs- og áfangapróf.

Já, það er hægt að nýta frístundarstyrkinn hjá FÍH.

TFÍH hefur undanfarin ár boðið uppá nám á öll helstu hljóðfærin og jafnframt reynt að verða við óskum nemenda ef eftirspurn er eftir kennslu á minna hefðbundin hljóðfæri. Það er kenndur rytmískur og klassískur söngur, rytmískur og klassískur raf- og kassagítar, raf- og kontrabassa (rytmískt og klassískt), trommusett/slagverk, rytmískt og klassískt píanónám, saxófónar og trompet. En eins og fyrr segir, ræðst þetta að einhverju leiti eftir eftirspurn hvaða kennsla er í boði ár frá ári.

Á þessari heimasíðu er hægt að finna handbók nemenda þar sem leitast er við að svara sem flestum spurningum sem varða bókleg fög og framvindu náms.

Þegar skólinn hefst á haustin eru auglýstar samspilsprufur og allir nemendur boðaðir í áheyrnarprufu. Það er reynt eftir fremsta megni að koma öllum að í samspili á einhverjum tímapunkti skólagöngu.

Já, Tónlistarskóli FÍH kennir öll námstig í rytmískri tónlist.

FÍH hefur ákveðna sérstöðu þegar kemur að rytmísku námi. Kennararnir eru flest starfandi sem atvinnutónlistarfólk og því er tengingin við íslenskt tónlistarlíf mjög sterk. Margir nemendur hafa þakkað náminu og samböndunum sem hér myndast þeim frama sem þau hafa náð.