Boðið er upp á kennslu í tónfræði sem miðar að því að nemendur ljúki samræmdu miðprófi í tónfræði. Auk þess er skólinn í samstarfi við Menntaskóla í tónlist, MÍT, og býðst nemendum úr Tónlistaskóla FÍH að sækja bóklegar greinar þar, svo fremi sem þeir hafi lokið tilskyldum forkröfum. Upplýsingar um stundatöflu tónfræðikennslunnar má nálgast á skrifstofu skólans. Upplýsingar um þá áfanga sem í boði eru í MÍT má finna hér.