Vilhjálmur H. Guðjónsson

Vilhjálmur H. Guðjónsson

Ferilskrá: Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina. Tónmenntakennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Blásarakennarapróf frá frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jazzhljómfræði-, jazztónheyrnar- og jazzútsetningapróf frá Berklee College of Music í Boston.Vocational Diploma (próf í rock-, jazz-, fusion-, blues- og countrygítarleik) frá Guitar Institude of Technology í Kaliforníu. Stjórnaði Kór Menntaskólans við Sund í 3 vetur. Stjórnaði Kór Hagaskóla í 2 vetur. Raddæfði Karlakór Reykjavíkur 2 vetur. Stjórnaði Léttsveit Ríkisútvarpsins. Hef leikið á saxófón í nokkrum stórsveitum og ýmis hljóðfæri í danshljómsveitum í áratugi. Stjórnaði hljómsveit í undankeppnum Eurovision í sjónvarpssal. Stjórnaði hljómsveit í sjónvarpsþáttunum “Á tali með Hemma Gunn”. Stjórnaði hljómsveit í útvarpsþáttunum “úllen dúllen doff”. Var yfirkennari Jazzdeildar Tólistarskóla FÍH fyrstu 5 árin og kenndi þá jazz-hljómfræði, -tónheyrn, -útsetningar og –spuna ásamt hljóðfærakennslu á jazzgítar og saxófón og stjórnaði jazzsamspilum. Hef samið og útsett tónlist við kvikmyndir, leiksýningar, áramótaskaup, auglýsingar, sjónvarpsþætti o.fl. Hef leikið inn á, stjórnað og séð um upptökur fjölda hljómplatna.

Netfang:

villi@mmedia.is

Símanúmer:

896 3783

>