Birgir Bragason

Birgir Bragason

Birgir Bragason nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en sneri sér svo að bassaleik. Efitr stutta viðdvöl í Tónskóla Sigursveins fór hann í Tónlistarskóla FIH og lærði þar bæði á kontrabassa og rafbassa. Birgir hefur síðan verið mjög virkur í tónlistarlífi landsins undanfarna áratugi og tekið þátt í margs konar ólíkum tónlistarflutningi og leikið inn á tugi hljómdiska. Hann hefur unnir mikið í leikhúsum og tekið þátt í á þriðja tug leiksýninga í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Má þar nefna Mary Poppins, Söngvaseið, Edith Piaf, Óliver og Túskildingsóperuna. Birgir hefur starfað sem tónlistarkennari frá árinu 1989. Við Tónlistarskólann í Keflavík 1989-95, við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá 1994 til 2000 og frá árinu 2000 við Tónlistarskóla FÍH þar sem kennslugreinar hans hafa verið rafbassi, kontrabassi, samspil og kennsla í kennaradeild.

Netfang:

bb@hive.is

Símanúmer:

892 4378

>