Námsstig

Frá og með hausti 2017 mun Tónlistarskóli FÍH sérhæfa sig í námi á grunn- og miðstigum í söng og hljóðfæraleik og er nemendum sem hyggjast stunda nám á mið- eða framhaldsstigi í söng eða framhaldsstigi í hljóðfæraleik bent á að kynna sér námið í MÍT – www.menton.is

Grunn og-miðstig

Skólinn býður upp á nám á grunn- og miðstigi í hljóðfæraleik og söng og er námið góður undirbúningur fyrir tónlistarnám á framhaldsstigi. Miðað er að því að tónlistarnemendur njóti gæða tónlistarkennslu frá fyrstu tíð undir handleiðslu góðra kennara og starfandi listamanna. Boðið er upp á fjölbreytt samspilsverkefni og jafnframt eiga eldri nemendur í grunn- og miðstigi þess kost að taka þátt í hljómsveitar- og samspilsverkefnum í framhaldsdeildum MÍT um leið og þeir hafa næga hæfni og þekkingu til að bera. Þannig geta yngri nemendur litið til þeirra sem eru lengra komnir og átt í þeim mikilvægar fyrirmyndir. Með þessu fyrirkomulagi hafa yngri nemendur jafnframt aðgang að fyrsta flokks tónlistarkennslu frá byrjun.

Fræðigreinar á framhaldsstigi

Auk þeirra tónfræðigreina sem boðið er upp á í Tónlistarskóla FÍH geta nemendur skólans sótt bóklegar greinar á framhaldsstigi í MÍT, hafi þeir lokið tilskyldum forkröfum. Hér má finna upplýsingar um þær fræðigreinar sem í boði eru hjá MÍT.

Grunnnám

Undanfari:

Enginn


Yfirferð í hljóðfæranámi eða söng:

1.-3. stig eða grunnpróf


Fræðigreinar:

Tónfræði 1

Miðnám

Undanfari:

Grunnpróf eða 3. stig í hljóðfæraleik/söng


Yfirferð í hljóðfæranámi eða söng:

Miðpróf eða 4.-5. stig í hljóðfæraleik/söng


Fræðigreinar:

Tónfræði 2 eða Tónfræði hraðferð