top of page

Rafrænn tónlistarskóladagur



Rafrænn tónlistarskóladagur 7.febrúar

Kynnið ykkur námið sem tónlistarskóli FÍH býður uppá.

Fylgist með okkur á facebook og instagram.



Sæl kæru nemendur. 

Margt er á döfinni í félagslífinu í FÍH sem nemendafélagið hvetur ykkur til að skoða og taka þátt. 

Á föstudaginn er Rafrænn dagur tónlistarskólanna við stefnum á að vera virk á samfélagsmiðlum þessa vikuna og deila efni frá lífinu í skólanum. Endilega ef þið lumið á skemmtilegum myndum eða myndböndum frá lífinu í FÍH innan skólans sem utan þá megið þið deila þeim Agnesi Sólmundsdóttur í stjórn nemendafélagsins. Hægt að senda á hana með emaili á agnes.solm@gmail.com. Myndir og myndbönd úr einkatímum, tónleikum, verkefnum á vegum skólans eða bóklegum fögum eru vel þegin. 

 

Á miðvikudaginn er Jammsession á vegum Nemendafélagsins á BIRD og eru nemendur hvattir til þess að mæta og prófa að taka þátt.https://fb.me/e/63SWqBta2 Jammsession eru óundirbúnir tónleikar þar sem nemendur geta öðlast færni í að spila með öðrum hljóðfæraleikurum, æfing í hlustun og samtali í tónlistinni. Síðustu tvö djammsession voru ótrúlega skemmtileg og vonumst við til að sjá enn fleiri taka þátt í veislunni þetta skiptið. Öll eru velkomin en nemendur yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd ábyrgðaraðila.  

1. mars ætlar nemendafélagið að standa fyrir Lagasmíðadegi TFÍH. Til að taka þátt þarf að skrá sig í gegnum google forms linkinn hér að neðan. Það kostar 5000kr að taka þátt og þau sem skrá sig fá sendann greiðsluseðil í gegnum Sportabler ef lágmarksfjöldi næst (15 manns). Hámarks þátttökufjöldi er 30 manns. Nánari upplýsingar er að finna í skráningarforminu hér að neðan.  https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSftEMi0f7TmMRvdUHVPQKUgCdcTJSqZz-RgaE2qGuR09vv9kg/viewform?usp=sharing

 

Vonandi sjáum við sem flest taka þátt í gleðinni sem er framundan með okkur næsta mánuðinn. 

Kærar kveðjur,

Stjórn nemendafélagsins. 



Recent Posts

See All

Comments


bottom of page