top of page
Search

Skilmálar Tónlistarskóla FÍH


Skólinn hefur um áratuga skeið verið leiðandi í rytmísku námi og námsaðferðir hafa speglað þá strauma og stefnur sem eru ráðandi hverju sinni á tónlistarsenunni.

Skólinn samanstendur af framúrskarandi kennurum á öllum sviðum.

Hér er lifandi nám sem styður við áhuga nemenda og eykur færni þeirra og getu í að flytja og semja tónlist auk tækifæra að taka þátt í lifandi flutningi, innan skóla sem utan.

Hér hafa farið í gegn margar af stórstjörnum íslensks tónlistarlífs.

Tónlistarnámið byggist á einkatímum, samspilum og bóklegum greinum.

Að auki eru námskeið og hliðargreinar sem geta dýpkað skilning nemenda á tónlistarnáminu.


Skilmálar:

Nemendur sem nú þegar stunda nám við skólann og þeir umsækjendur sem eiga lögheimili í Reykjavík fá forgang við skráningu í skólann.

Vinsamlega athugið að umsóknir færast ekki sjálfkrafa milli ára heldur þarf að sækja um á hverju ári.

Þegar nemandi fær boð um skólavist þarf hann að greiða 40.000 kr. staðfestingargjald, sem er óendurkræft. Sú upphæð dregst frá skólagjöldum viðkomandi þegar námið hefst.

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs.

Hægt er að nota Frístundarkort Reykjavíkurborgar til frádráttar á skólagjöldum, en einungis er hægt að ráðstafa styrknum á haustönn.

Tónlistarskóli F.Í.H. nýtur fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.

Uppsögn á skólavist.

Segja þarf upp námi með þriggja mánaða fyrirvara, þannig að ef nemandi hættir þarf að greiða fyrir þrjá mánuði eftir að uppsögn er tilkynnt. Uppsögn þarf að tilkynna til skrifstofu skriflega.

Sjá einnig innritunarreglur og verðskrá á heimasíðu skólans: www.tonlistarskolifih.isfor

21 views0 comments

Σχόλια


bottom of page