top of page

Á döfinni

mánudagur, 4. september 2023

Innritunarreglur Tónlistarskóla FÍH

Innritunarreglur Tónlistarskóla FÍH

1. gr.
Umsóknartímabil er frá 15. mars til 5. maí ár hvert.
2. gr.
Skólinn boðar alla umsækjendur í inntökupróf í maí. Þar er gerð könnun á stöðu þeirra til að tryggja viðeigandi kennara og námsleið. Niðurstöður prófanna eru tilkynntar umsækjendum í lok maí.
3. gr.
Umsækjendur sem ekki komast að fara á biðlista og hafa möguleika á að vera teknir inn þegar pláss opnast.
4. gr.
Greiða þarf staðfestingargjald fyrir 1. ágúst. Hafi nemandi ekki greitt á tilskyldum tíma á hann ekki vísa skólavist það skólaár.
5. gr.
Eftirstöðvar skólagjalda koma til greiðslu í september. Þá er boðið uppá möguleika á skiptingu eftirstöðva og nýtingu Frístundarstyrkja.
6. gr.
Skólagjald er óendurkræft. Undantekningu má gera í sérstökum tilfellum ef um veikindi eða aðra ófyrirséða atburði er að ræða.
7. gr.
Við innritun er miðað við að nemendur séu 18 ára eða yngri í grunnnám á hljóðfæri og 26 ára eða yngri í grunnnám í söng. Þó eru undantekningar ef nemandi hefur lokið grunnnámi áður við skólann eða í öðrum tónlistarskóla. Aldursviðmið eiga ekki við um þá umsækjendur sem hafa lokið miðprófi á hljóðfæri eða grunnprófi í söng.
8. gr.
Reglur þessar taka þegar gildi (1. Febrúar 2023).
nd more.

bottom of page