top of page

Stjórn skólans

Stjórnskipulag

Skólastjóri hefur yfirumsjón með rekstri skóla, starfsmannastjórn, ráðningu starfsmanna, húsnæði og fjármálum . Hann fer með framkvæmdastjórn í öllum málum skólans en er ábyrgur gagnvart yfirstjórn, sem er stjórn FÍH. Hann sinnir jafnframt stöðu yfirkennara og mótar námsbrautir, hefur yfirumsjón með kennslustefnu og útfærslur hennar, námsefni, tónleikahaldi, töflugerð og námsráðgjöf.

Skólaritari sér um þjónustu og samskipti við nemendur og kennara varðandi skráningu, skólagjöld, einkunnir, prófskírteini, bréfaskipti, launagreiðslur o.fl. Skólaráð, skipað skólastjóra, tveimur fulltrúum kennara og félagsmanni er ráðgefandi í stefnumótun, vettvangur fyrir skoðanaskipti og til aðstoðar við úrlausn erfiðra mála.

bottom of page