top of page

Námsstig

Skólinn býður upp á nám á grunn-, mið- og framhaldsstigi í hljóðfæraleik og söng.

Miðað er að því að tónlistarnemendur njóti gæða tónlistarkennslu frá fyrstu tíð undir handleiðslu góðra kennara og starfandi listamanna.
Boðið er upp á fjölbreytt samspilsverkefni og bókleg fög.

Grunnnám: Grunnpróf tónlistarskóla er tvíþætt: hljóðfærapróf og tónfræðapróf. Til að standast prófið þarf 60 einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e. lágmarkseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræðagreinum. Ekki eru gerðar kröfur um lágmarksárangur í einstökum prófþáttum. Ekki þarf að ljúka báðum þáttum prófsins á sama árinu.
Undanfari: Enginn
Yfirferð í hljóðfæranámi eða söng: 1. - 3. stig eða grunnpróf

Fræðigreinar: Tónfræði 1

Miðnám: Til að geta þreytt miðpróf tónlistarskóla þarf nemandi áður að hafa lokið grunnprófi að fullu. Miðprófið er tvíþætt: hljóðfærapróf og tónfræðapróf. Til að standast prófið þarf 60 einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e. lágmarkseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræðagreinum. Ekki eru gerðar kröfur um lágmarksárangur í einstökum prófþáttum. Ekki þarf að ljúka báðum þáttum prófsins á sama árinu.

Undanfari: Grunnpróf eða 3. stig í hljóðfæraleik/söng

Yfirferð í hljóðfæranámi eða söng: Miðpróf eða 4. - 5. stig í hljóðfæraleik/söng

Fræðigreinar: Tónfræði 2 eða Tónfræði hraðferð

Framhaldsnám: Framhaldsnám tekur við að loknu miðnámi.

Hér er um umfangsmikinn námsáfanga að ræða og marka lok hans jafnframt lok almenns tónlistarskólanáms. Einnig miðast lok framhaldsnáms við að þeir nemendur, sem stefna að háskólanámi í tónlist, séu vel undir það búnir.

Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum námsáfanga á þremur árum, m.a. til að nemendur á listnámsbraut framhaldsskóla geti nýtt námið sem hluta af framhaldsskólanámi sínu.

Þó verður að gera ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinn og ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.

Framhaldsnámið endar með framhaldsprófinu sjálfu, síðan er forpróf fyrir framhaldstónleika sem nemandi heldur. Í forprófinu þarf nemandi að vera búin að undirbúa þá efnisskrá sem lögð er til grundvallar og velur sjálfur 2 lög og prófanefnd önnur 2. Þetta er til að leggja mat á innihald tónleikanna og gefa ráð ef eitthvað mætti betur fara. Ef öll skilyrði eru uppfyllt má nemandi halda tónleikana þegar hentar.

Í framhaldsnámi skiptist tónfræðanám í fernt, þrjár kjarnagreinar og valgrein. Kjarnagreinarnar eru: djasshljómfræði, djasstónheyrn og djass- og rokksaga en auk þess ber öllum nemendum að stunda nám í einni valgrein.

bottom of page