top of page

Ásgeir Jón Ásgeirsson

Rafgítar

Ásgeir Ásgeirsson er einn fremsti og fjölhæfasti gítarleikari Íslands og er jafnvígur á marga ólíka stíla svo sem popp, rokk,kántrý, jazz og Balkantónlist. Einnig er Ásgeir mjög eftirsóttur undirleikari en hann kemur reglulega fram með Páli Óskari Hjálmtýssyni. Ásgeir hefur leikið inná u.þ.b. eitt hundrað hljómplötur á yfir 50 frumsamin lög á skrá hjá STEF. Ásgeir hefur verið alloft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunana fyrir lagasmíðar sínar í popp/rokk, jazzflokki og opnum flokki. Ásgeir hefur á rúmlega tuttugu ára ferli sínum sem atvinnutónlistarmaður leikið með öllum fremstu tónlistarmönnum landsins, sem og allmörgum þekktum erlendum hljóðfæraleikurum s.s. Dave Weckl, Guthrie Govan, Chris Cheek, Seamus Blake, Ingrid Jensen, Borislav Zgurovski og Claudio Spieler og Hanan El frá Egyptalandi. Ásgeir útskrifaðist sem jazz einleikari frá Tónlistarskóla FÍH og nam framhaldsnám í jazzgítarleik í Conservatorium van Amsterdam frá 1999 til 2001. Árið 2006 hóf Ásgeir að nema Balkantónlist en Ásgeir hefur farið fjölmargar námsferðir til Búlgaríu, Grikklands og Tyrklands og lært á þjóðlagagítara þessara landa frá fremstu kennurum og tónlistarmönnum í þessum löndum og kemur reglulega fram á tónleikum og hljómplötum sem flytjandi á tamboura, bouzouki, saz baglama og oud. Ásgeir hefur gefið út tvær sólóplötur: Passing through 2006 og Trio 2016. Ásgeir hefur verið kennari við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 2001. Ásgeir er bæjarlistamaður Kópavogs 2016

863 3943

Ásgeir Jón Ásgeirsson
bottom of page