top of page

Ólafur Hólm Einarsson

Slagverk

Ólafur hefur spilað á trommur frá 10 ára aldri og er einna þekktastur fyrir trommuleik sinn með Nýdönsk. Ólafur starfar einnig með Todmobile, Dúndurfréttum og Karl Orgeltríó. Ólafur hefur spilað með mörgu af helsta tónlistarfólki Íslands og leikið á yfir 100 hljómplötum. Auk þessa hefur Ólafur margoft leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig hefur Ólafur unnið mikið í leikhúsunum og eru helstu verkefnin Gauragangur, Rocky Horror, Evíta, Rent, Grease, Dýrin í Hálsaskógi, Túskildingsóperan, Hárið, Footloose, Vesalingarnir, Mamma Mia!, We Will Rock You og Matthildur. Ólafur tók burtfararpróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 1992 og hefur kennt þar síðan 1996. Árið 2005 kom út Kennslubók í trommuleik eftir Ólaf.

699 6048

Ólafur Hólm Einarsson
bottom of page