Ólafur Jónsson
Fræðigreinar / Saxófónn
Ólafur Jónsson saxófónleikari er fæddur í Reykjavík 1967, hóf tónlistarnám 9 ára gamall í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem hann lærði á klarinett, fyrst hjá Einari Jóhannessyni og síðar hjá Guðna Franzsyni. Árið 1983 hóf hann nám á saxófón við Tónlistarskóla FÍH, kennar hans voru Stefán S. Stefánsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Gunnar Hrafnsson o.f.l. Frá árinu 1989 stundaði hann framhaldsnám í Boston við Berklee College of Music og útskrifaðist þaðan með BM gráðu vorið 1992. Aðalkennarar hans voru Bill Pierce, Joe Viola og George Garzone, jafnframt sótti hann einkatíma hjá Jerry Bergonzi og Hal Crook. Veturinn 1992-1993 einkanám hjá George Coleman og Joe Lovano í New York. Ólafur hefur stundað kennslu frá árinu 1993 við Tónlistarskóla FÍH og Tónskóla Sigursveins á saxófón ásamt bóklegum greinum og samspili. Hann hefur haldið fjölda tónleika með eigin hljómsveitum og í samstarfi við aðra bæði frumsamda tónlist og tónlist annara, bæði innanlands og utan. Einnig leikið inn á fjölmargar hljómplötur, m.a. með eigin tónlit, starfað í leikhúsum, leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið fastur meðlimur í Stórsveit Reykjavíkur frá árinu 1994. Ólafur hefur hlotið starfslaun listamanna í nokkur skipti.
868 6673