Arna Rún Ómarsdóttir
Söngkennari
Arna útskrifaðist með meistaragráðu í sameindalíffræði í HÍ árið 2011 og var samhliða því námi í Tónlistarskóla FÍH þaðan sem hún lauk miðprófi í jazzsöng árið 2011. Í framhaldi af því fór hún í Complete Vocal Institute (CVI) í söngkennaranám og útskrifaðist þaðan árið 2015 sem viðurkenndur Complete Vocal Technique (CVT) kennari. Árið 2021 útskrifaðist Arna með viðbótardiplóma í kennsluréttindum við HÍ.
Arna byrjaði að starfa sem söngkennari og raddþjálfari árið 2012 og hefur síðan þá rekið tvo söngskóla og kennt í ýmsum skólum og stofnunum, þar á meðal Kvikmyndaskóla Íslands, Vocalist, Söngsteypunni og Háskóla Íslands. Á sínum ferli sem söngkennari og raddþjálfi hefur Arna öðlast yfirgripsmikla þekkingu á kennslu tengdri röddinni þar sem hún hefur kennt söngvurum á öllum aldri og af öllum reynslustigum, frá algjörum byrjendum til atvinnusöngvara, sem og haldið námskeið í heilbrigðri raddbeitingu fyrir ýmsa aðila m.a. presta, kennara og þjálfara Dale Carnegie.