Eiríkur Örn Pálsson
Trompet
Eiríkur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík til 1982. Hann lauk B.M. próf frá Berklee College of Music 1985. Eftir það var hann eitt ár í einkanámi, en hélt síðan til framhaldsnáms við California Institude of the Arts í Los Angeles. Hann lauk M.F.A. prófi þaðan 1988. Þá hefur Eiríkur stundað tónsmíðanám hjá Atla H. Sveinssyni, John Bavicci og Stephan Mosho. Eiríkur Örn er fastráðinn trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1996. Hann hefur verið meðlimur Caput hópsins frá upphafi og hefur leikið á fjölmörgum diskum hópsins auk þess að hafa farið í tónleikaferðir með hópnum til fjölmargra landa. Hann leikur reglulega með Kammersveit Reykjavíkur og hefur hljóðritað fjölmarga diska með sveitinni, m.a.trompetkonserta eftir J.F.Fasch og Leopold Mozart og farið í tónleikaferðir m.a.til Kína, Japans og Rússlands. Hann frumflutti trompetkonsert eftir Jónas Tómasson með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna.Á hljómdiskinum„ Trompetaria“ leikur hann ásamt öðrum trompetleikara og organista tónlist fyrir trompet og orgel. Trompetleik Eiríks Arnar hefur mátt heyra á leiksýningum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins og í Íslensku óperunni.Hann lék einnig um tíma með Stórsveit Reykjavíkur.Auk þess sem hann hefur leikið í hljóðverum fyrir kvikmyndir, sjónvarp og hjómdiskaútgáfur ýmiskonar. Hann kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarskóla FÍH og Listaháskóla Íslands.
562 2434 / 698 2034