top of page

Guðni Kjartan Franzson

Fræðigreinar / Klarínetta

Gudni lauk einleikaraprófi á klarínettu og prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1984 meðal kennara þar voru; Einar Jóhannesson, Atli H. Sveinsson og Páll Pampichler. Hann fór síðan til Hollands og stundaði framhaldsnám í klarínettuleik hjá George Pieterson, Walter Boeykens og Harry Sparnaay. Guðni hlaut m.a. styrki frá Hollenska menntamálaráðuneytinu og hinum danska Léonie Sonning sjóði. Guðni hefur komið fram sem einleikari í mörgum löndum Evrópu, Brazilíu, Canada, Japan og í fyrrum Sovétríkjum, hljóðritað fjölda geisladiska með nýrri og klassískri tónlist jafnframt því að leika og hljóðrita þjóðlega tónlist s.s. með Rússíbönum. Guðni var einn af stofnendum CAPUT árið 1987 en hópurinn er meðal eftirtektarverðustu flytjenda nýrrar tónlistar í Evrópu, hefur hljóðritað á þriðja tug geisladiska og leikið á mörgum virtustu tónlistarhátíðum veraldar. Guðni stýrir gjarnan CAPUT á tónleikum og við hljóðritun en stjórnar líka stundum Sinfóníuhljómsveit Íslands og Evrópskum hljómsveitum og kammerhópum. Samhliða hljóðfæraleiknum vinnur Guðni sem tónsmiður. Vorið 2009 hlaut hann Grímuverðlaunin fyrir tónlistina við leikverkið Steinar í Djúpinu, í uppsetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins. Tóney er skapandi vettvangur fyrir tónlist og hreyfingu sem Guðni stofnaði árið 2007 og starfrækir með hópi valinkunnra listamanna, auk þess að kenna við Tónlistarskóla FÍH og Listaháskóla Íslands.

862 4913

Guðni Kjartan Franzson
bottom of page