Gunnar Hilmarsson
Gítarkennari
Gunnar Hilmarsson byrjaði að læra á gítar 11 ára gamall í Tónmenntaskóla Reykjavíkur en lauk svo burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH 2009 þar sem hann nam undir handleiðslu margra góðra kennara eins og Sigurðar Flosasonar og Hilmars Jenssonar. Einnig sótti hann tíma hjá gítarleikurunum Chris Crocco, Ben Eunson og Tim Miller. Hann hefur kennt í fjölda ára við nokkra tónlistarskóla í borginni en kennir nú við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Garðabæjar. Gunnar hefur komið víða við á ferli sínum sem tónlistarmaður og spilað flestar gerðir tónlistar með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistar. Hann leiðir m.a. tríó sem spilar tónlist í anda Django Reinhardt en einnig er hann að leggja lokahönd á plötu með eigin músík. T.a.m. hefur hann komið að mörgum stórum verkefnum með Gretu Salóme, spilað á nokkrum jazzfestivölum með tríói sínu, og fór í fjölda tónleikaferðalaga um árabil með kvartett Dan Cassidy.