top of page

Helgi Reynir Jónsson

Gítarkennari

Helgi hóf píanónám 5 ára gamall og hefur verið nörd alla tíð síðan. Helgi lauk burtfaraprófi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH á gítar vorið 2012 en hefur meðfram því lært á píanó, bassa, trommur, harmonikku og básúnu. Helgi hefur starfað við tónlist frá unglingsaldri og hefur fengist við sennilega allt sem viðkemur tónlist, þ.á.m. samið tónlist fyrir þætti, auglýsingar og kvikmyndir, stýrt upptökum á plötum og séð um tónlistarstjórn á ýmisskonar tónleikum. Hann hefur einnig starfað sem hljóðfæraleikari í sjónvarpsþáttum, leiksýningum og tónleikasýningum. Samhliða því að starfa sem tónlistarmaður kennir Helgi Reynir einnig í Tónlistarskóla Árbæjar og Tónlistarskóla FíH.

Helgi Reynir Jónsson
bottom of page