top of page

Jóhanna Guðríður Linnet

Söngkennari

Jóhanna stundaði söngnám hjá Sieglinde Kahman við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Nýja tónlistarskólann þaðan sem hún lauk einsöngvaraprófi undir handleiðslu Sigurðar Demetz Franzsonar og Ragnars Björnssonar. Jóhanna stundaði framhaldsnám í Hollandi þar sem Dixie Ross Neill og William Neill voru hennar aðalkennarar. Í Hollandi tók Jóhanna þátt í uppfærslum Operastudios hollensku Operunnar, m.a. á La bohemé og einnig söng hún með kór hollensku Óperunnar. Eftir heimkomuna hefur Jóhanna sungið við hinar ýmsu uppfærslur, m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, með Óperusmiðjunni og íslensku Óperunni. Þá hefur hún flutt samtímatónlist, tekið þátt í frumflutningi á óperu eftir Sigurð Sævarsson, sungið einsöng með fjölda kóra, með stórsveit, sinfóníuhljómsveit, hljómsveit Hauks Morthens, Grétars Örvarssonar og Magnúsar Kjartanssonar. Jóhanna lauk diplómanáni í CVT árið 2008 og hefur stundað nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Jóhanna hefur starfað sem söngkennari við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 1988.

690 8505

Jóhanna Guðríður Linnet
bottom of page