top of page

Jón Ingimundarson

Píanókennari

Jón hóf nám við Tónlistarskólann á Hólmavík fimm ára gamall á blokkflautu en skipti snarlega yfir á orgel, og leiddist síðar út í klassískt píanónám. Freistingarnar enduðu ekki þar, því á unglingsárunum hafði hann svo leiðst út í að spila með eyranu og læra hljóma. Það átti eftir að koma sér vel í menntaskóla því þá kunni hann að spila hljóma eftir eyranu sem greiddi svo aðgang hans að hljómsveitastússi af ýmsu tagi. Hann hóf nám í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH árið 2008 og úskrifaðist þaðan árið 2015. Meðfram náminu hefur Jón spilað með eða án einvalaliðs tónlistarfólks við hin ýmsu tilefni, s.s. kokteilboð, árshátíðir, leiksýningar, söngleiki, skírnir, útskriftir, fermingar, giftingar, skilnaði, hljóðritun, útihátíðir, tónleika, o.fl., o.fl.

Jón Ingimundarson
bottom of page