top of page

Margrét Eir

Söngkennari

Margrét Eir hefur starfað sem söngkona og leikkona á Íslandi í yfir tuttugu ár. Á þessum árum hef hún starfað með helstu tónlistarmönnum landsins, komið fram á tónleikum og sungið inn á fjölmargar plötur sem sólósöngvari og bakrödd. Margrét hefur meðal annars sungið með Sinfóníuhljómsveit Ísland (á War of the Worlds og Heiðurstónleikum Gunnars Þórðarsonar og Jólatónleikum) Margrét var einnig ein af aðalsöngkonum Frostrósa. Hún hefur síðan haldið sína jólatónleika síðustu 3 ár í Reykjavík og víðsvegar um landið. Hún syngur reglulega á tónleikum í Salnum og í Hörpu. Síðustu verkefni voru Trio í Salnum ásamt Guðrún Gunnar og Regínu Ósk, Heiðurstónleikar Villa Vill í Hörpu (Rigg) og Phantom of the Opera í Hörpu (TMB) .Margrét útskrifaðist frá Raddskóla Kristin Linklater árið 2007 í New York og stofnaði söngskóla árið 2009 undir nafninu MEiriskóli. Hún lauk námi í leiklist við Emerson College í Boston 1998. Margrét hefur leikstýrt í unglingaleikhúsum, götuleihúsum, framhaldsskólum og áhugaleikhúsum.Frá árinu 2000 hefur Margrét verið fastráðin hjá Sýrlandi hljóðsetningu við talsetningar á teiknimyndum fyrir sjónvarp og bíómyndir. Margrét hefur starfað talsvert í leikhúsi. Meðal sýninga sem hún hefur leikið og sungið í eru Hárið í Gamla bíói, Oliver hjá LA og RENT, Með fullri reisn og Glanni Glæpur í Latabæ og Madame Thernardier í Veslingunum hjá Þjóðleikhúsinu. Margrét var í hlutverki Mrs Andrews og Bird lady í Mary Poppins sem var sett upp í Borgarleikhúsinu 2013. Árið 2000 gaf Margrét út sína fyrstu sólóplötu og tvær aðrar fylgdu í kjölfarið. Fjórða plata hennar MoR Duran var dúettaverkefni með Róbert Þórhallssyni bassaleikara . Platan fékk mikla athygli í Bandaríkjunum, og var spiluð á yfir 250 útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og Kanada. Árið 2007 hóf hún samstarf við hljómsveitinni Thin Jim og fyrst platan þeirra This is me kom út árið 2012 og árið 2014 kom út dúetta plata If I needed you í samstarfi við Pál Rósinkranz.

Margrét Eir
bottom of page