top of page

Róbert Þórhallsson

Skólastjóri / Rafbassi

Byrjaði 11 ára í formlegu tónlistarnámi, lærði á trompet í 3 ár í Tónlistarskóla Húsavíkur og lék auk þess á trommur með samspilum þar. Byrjaði að spila á bassa 15 ára og hóf nám í Tónlistarskóla FÍH 2 árum seinna. Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1991. Stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH Frá 1988 og lauk burtfararprófi þaðan vorið 1997.Hóf nám í Conservatorium van Amsterdam í Hollandi haustið 1998. Kláraði kennarapróf á 3 árum og mastersgráðu á 2 árum í bassaleik og útskrifaðist cum laude, fyrstur nemanda í Jazz- og hryndeild, vorið 2003. Sótti einkatíma í tónsmíðum og útsetningum í Amsterdam. Sótti einnig fjölda einkatíma hjá erlendum bassakennurum eins og : Victor Bailey, Jimmy Haslip, Gary Willis, Avishai Cohen auk annarra. Spilaði Masterclassa meðal annars með Mike Stern og Seamus Blake. Hefur kennt við Tónlistarskól FÍH frá 2003, tónvinnsluskóla Reykjavik Music Production 2004-2005, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá 2009. Vann að námskrá fyrir rafbassa og kontrabassa í Námskrá Rythmískrar tónlistar fyrir Menntamálaráðuneytið og er að vinna að drögum um reglugerð fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hefur verið útgefandi og meðútgefandi á plötum, auk þess verið session-spilari á um 100 plötur og geisladiska. Hefur leikið á fjölda stórtónleika; Frostrósir, Jólagestir Björgvins, Villa Vill minningartónleikum, Páll Óskar í Háskólabíói og Hörpu. Hef verið í fjölda stórverkefna fyrir Rigg viðburði: Bee Gees, Bat out of Hell auk annarra tónleika. Spilað í söngleikjunum Superstar, Stonefree og Billy Elliot. Spilað með Sinfoníuhljómsveit Íslands Sgt. Peppers. Hefur leikið með fjölda erlendra tónlistarmanna, t.d. Grana Louise, Zora Young, Deitra Farr, Michael Burks, John Grant, Pinetop Perkins, John Primer, Vasti Jackson og Marquise Knox, Robben Ford, Guthrie Govan, Karen Lovely, John Del Toro Richardson, svo einhverjir séu nefndir.

898 0394

Róbert Þórhallsson
bottom of page