top of page

Tómas Jónsson

Píanókennari

Ég heiti Tómas Jónsson. Ég útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH með burtfararpróf árið 2012 í rytmísku píanónámi. Ég hef unnið sem atvinnu tónlistarmaður síðastliðin 10 ár, bæði með ýmsum hljómsveitum sem meðlimur eða "sessjón" tónlistarmaður. Ég hef starfað mikið í hljóðverum í tónlistarverkefnum af ýmsum toga. Ég hef sérhæft mig í ýmisskonar hljómborðsleik. Algengustu hljóðfærin mín fyrir utan píanó eru rafpíanó (Rhodes, Wurlitzer), rafmagnsorgel (Hammond, Farfisa), Hljóðgervlar (Moog, Roland, Korg o.sv.fr.). Ég hef gefið út tvær hljómplötur í eigin nafni 2016 og 2020. Ég er starfandi meðlimur í hljómsveitinni AdHd ásamt því að vera meðlimur í túrbandi Júníusar Meyvants og í hljómsveit Jónasar Sigurðssonar. Annað tónlistarfólk og hljómsveitir sem ég hef unnið með eru Ásgeir Trausti, Magga Stína, Hjálmar, Moses Hightower, Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Björgvin Gíslason, Magnús Þór Sigmundsson, Ham, Pálmi Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Sigtryggur Baldursson, Kristjana Stefánsdóttir, Rofo Rofo, Samúel Jón Samúelsson, Salka Sól, Jóel Pálsson o.fl.

Tómas Jónsson
bottom of page