top of page

Una Stefánsdóttir

Söngkennari

Una byrjaði í hljóðfæranámi 6 ára gömul og stundaði nám á þverflautu, píanó og söng samhliða grunnskólagöngu. Árið 2012 lá leið hennar í Tónlistarskóla FÍH í jazzsöngsnám undir handleiðslu Guðlaugar Ólafsdóttur. Á sama tíma sótti hún einkatíma í jazzpíanóleik hjá Kristjáni Guðmundssyni. Hún lauk burtfaraprófi frá FÍH árið 2014 og sama ár gaf hún út sína fyrstu plötu, Songbook, með eigin lögum og textum. Sú plata vakti mikla athygli og stimplaði Una sig strax inn í íslensku tónlistarflóruna með afgerandi hætti. Síðan þá hefur hún verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og verið fastagestur á vinsældarlistum útvarpsrása og komið fram á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins ýmist sem sólóisti eða með hljómsveit sinni, the SP74, bæði í poppi/rokki og djassi. Una tekur einnig reglulega þátt í öðrum verkefnum með hinum og þessum, allt frá því að djassa með Stórsveit Reykjavíkur yfir í að rokka með Gunnari Þórðarsyni, svo einhverjir séu nefndir. Árið 2018 var hún tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir lag ársins, The One, og sem söngkona ársins. Þá hefur Una starfað sem tónskáld, lagahöfundur og útsetjari fyrir aðra listamenn. Hún hefur starfað sem kennari síðan 2014 og hefur, auk söngkennslu, unnið sem tréblásturskennari hjá Skólahljómsveitunum í Reykjavík og einnig kennt tónfræði, tónlistarsögu og píanó við Tónlistarskóla Árbæjar. Hún hefur starfið við Tónlistarskóla FÍH frá árinu 2018 og kennir þar jazzsöng, söngvinnubúðir og samspil.

Una Stefánsdóttir
bottom of page